Slys gera ekki boð á undan sér

en það sem þú gerir eftir á getur skipt miklu máli fyrir þig

Ef þú lendir í slysi

er þitt verkefni að ná bata

okkar að sækja slysabætur fyrir þig.

Við könnum þinn slysabótarétt og sjáum um alla umsýslu gagna svo þú getir einbeitt þér að bata.

Vinnuslys

Slysatrygging starfsmanna á vinnutíma og á leið í og úr vinnu er kjarasamningsbundin. Því er mikilvægt að tilkynna slys eins fljótt og auðið er.

 

Umferðarslys

Greiddar eru bætur vegna umferðaslysa hvort heldur sem ökutæki er í rétti eða ekki, þetta á jafnt við um ökumann og farþega.

 

Frítímaslys

Möguleiki er að fjölskyldutryggingin þín greiði bætur vegna slysa sem verða í frítíma.

 

 

Sjóslys

Sjómaður sem lendir í slysi vegna vinnu sinnar á rétt á bótum í líkingu við bætur umferðaslysa, þ.e. hvort heldur sem slysið verði rakið til mistaka eða vanrækslu.

 

Áralöng reynsla og persónuleg þjónusta

Hjá Tryggingarétti starfa lögmenn með áralanga reynslu af innheimtu slysabóta og þekkja það á eigin skinni hversu þungt ferlið er fyrir þá sem lenda í slysi.

Þekkir þú þinn rétt til slysabóta?

Hvert er fyrsta skrefið?

Þegar þú hefur leitað til læknis hafðu þá samband við okkur með því að senda póst á tryggingarettur@tryggingarettur.is eða hringja í okkur í síma 419 1300. Við leiðbeinum þér í framhaldinu.

Með því að kanna bótaréttinn hjá Tryggingarétti þá sjáum við um alla umsýslu gagna. Þú getur fylgst með stöðu málsins á þjónustuvefnum okkar.

Það kostar ekkert að hafa samband og þú greiðir enga þóknun nema að þú fáir bætur.