Umferðarslys

Umferðarslys eru af mismunandi alvarlegum toga. Ef þú lendir í bílslysi er mjög mikilvægt að fara í læknisskoðun sem fyrst, sama hversu léttvæg einkennin virðast því þau geta orðið langdregin og erfiðara getur reynst að tengja áverka við slysið síðar.

Hafðu samband við Tryggingarétt í kjölfarið, við könnum þinn rétt og gefum þér skýringar á mannamáli. Við stöndum líka með þér gagnvart tryggingafélögunum og höfum barist fyrir okkar skjólstæðinga í tryggingabótum í áraraðir með góðum árangri. Því fyrr sem þú leitar til okkar því betur gengur okkur að sækja þinn rétt.

Við höfum ríka reynslu af því að sækja slysabætur eftir bílslys. Lendir þú í umferðarslysi, hvort heldur sem er farþegi, ökumaður eða annar sem hlýtur tjón af slysinu, er mjög ríkur réttur á bótum frá tryggingafélagi. Ekki skiptir máli hvort þú ert í rétti eða órétti né heldur hvers konar ökutæki um ræðir, t.d. bifreið, þungt bifhjól, létt bifhjól eða önnur götuskráð tæki. Öðru máli gegnir um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum vímuefna, þar getur viðkomandi misst bótarétt.

Tryggingafélag sem er bótaskylt skal bæta þeim sem lenda í umferðaslysum:

  • Tekjutap vegna óvinnufærni
  • Þjáningarbætur
  • Miskabætur
  • Bætur fyrir varanlega örorku
  • Útlagðan kostnað vegna slyss, t.d. lækniskostnað, lyfjakostnað, sjúkraþjálfun, tjón á fatnaði og svo framvegis
  • Lögfræðikostnað og önnur tengd fjárútlát vegna slyss