Hefur þú lent í slysi?
Ef þú hefur lent í slysi gætir þú átt rétt á slysabótum. Þó svo meiðslin geti virst lítilvæg í fyrstu þá geta þau orðið langvinn þannig að það er langbest að fara sem fyrst í læknisskoðun og kanna rétt sinn í kjölfarið. Í sumum tilfellum er fólk að kanna réttindi sín mörgum árum eftir að slys hefur átt sér stað og það getur verið erfitt að leggja mat á eitthvað sem gerðist fyrir mörgum árum.
Það er mikilvægt að þú hafir samband við okkur sem fyrst eftir slys til að koma málinu í réttan farveg. Mál eru misjöfn og taka mis langan tíma í vinnslu.
Mundu að það kostar ekkert að hafa samband og þú greiðir ekki þóknun nema að þú fáir bætur.
Við erum til staðar fyrir þig. Við öflum allra nauðsynlegra gagna og sjáum um samskipti við tryggingafélög. Starfsfólk Tryggingaréttar sjá einnig um að afla matsgerðar og ganga frá bótagreiðslum frá tryggingafélögum.
Tryggingafélögin sem eru bótaskyld eru með sérfræðinga á sínum vegum og til þess að jafna stöðuna er mikilvægt að tjónþoli sé með sérfræðing sín megin líka. Í kjölfar slyss eða tjóns þarf að leggja mat á tjónið, afla gagna sem sýna og sanna að um bótaskylt tjón sé að ræða, setja upp mat og tilnefna óháða matsmenn og ýmislegt fleira. Ferlið getur verið flókið, langt og strangt og erfitt fyrir tjónþola að rata óstuddur um ranghala kerfisins.
Þú einbeitir þér að því að ná bata, við sjáum um pappírsmálin og tryggjum að þú fáir þær upplýsingar og fjárhæðir sem þú átt rétt á. Skriffinnskan má ekki vaxa þér í augum, við höfum áratuga reynslu og erum hér fyrir þig.