Slysabætur og bótaréttur

Slysabætur eru greiddar af tryggingafélögum og það er mjög misjafnt hver réttur þinn er. En það er mikilvægt að skoða málið eins fljótt og hægt er.

Það er mikilvægt að þú leitir strax til læknis og fáir upplýsingar um meiðslin frá honum. Með því að fara rétta leið frá upphafi þá auðveldar þú alla vinnuna við að fá slysabætur greiddar. Hafðu samband við okkur og við skoðum það hvort þú eigir rétt á slysabótum. Við sjáum um alla umsýslu gagna og þú einbeitir þér að því að ná bata. Það kostar ekkert að kanna réttinn og þú greiðir enga þóknun nema bætur fáist greiddar.

Vinnuslys

Ef þú slasast við vinnu er mikilvægt að hafa samband við okkur hjá Tryggingarétti til að kanna þinn bótarétt, það kostar ekki neitt að hafa samband.

Við sjáum í framhaldi um að tilkynna slysið til tryggingafélags og sjúkratrygginga Íslands. Vinnuveitendum ber skylda samkvæmt kjarasamningum til að slysatryggja starfsmenn sína vegna vinnuslysa sem geta orðið í vinnu, sem og á leið í og úr vinnu.

Bætur fyrir vinnuslys eru mismunandi en yfirleitt eru þær greiddar vegna:

  • Dagpeningar
  • Læknisfræðilegs miska
  • Útlögðum kostnaði vegna slyss
  • Tekjutaps
  • Þjáningarbætur
  • Miskabætur
  • Varanlegrar örorku.

Frítímaslys

Lendir þú í slysi í frítíma er möguleiki að heimilis- og fjölskyldutryggingin greiði bætur vegna þess, einnig er að finna ákvæði um slysatryggingu í frítíma í ýmsum tryggingum greiðslukorta eða almennum slysatryggingum. Margir vinnuveitendur eru líka með frítímaslysatryggingu fyrir starfsmenn sína. Verði slys í frítíma af völdum annars aðila getur verið bótaskylda úr ábyrgðatryggingu.

Bætur sem greiddar eru vegna frítímaslysa eru:

  • Læknisfræðilegs miska
  • Vikupeningar vegna óvinnufærni

 

Umferðarslys

Lendir þú í umferðarslysi, hvort heldur sem er farþegi eða ökumaður, er mjög ríkur réttur á bótum frá tryggingafélagi. Ekki skiptir mái hvort ökutækið sé dæmt í rétti eða órétti né heldur hvers konar ökutæki um ræðir, t.d. bifreið, þungt bifhjól, létt bifhjól eða önnur götuskráð tæki.

Tryggingafélag sem er bótaskylt skal bæta þeim sem lenda í umferðaslysum:

  • Tekjutap vegna óvinnufærni
  • Þjáningarbætur
  • Miskabætur
  • Bætur fyrir varanlega örorku
  • Útlagðan kostnað vegna slyss
  • Annar kostnaður vegna slyss

Sjóslys

Sjómaður sem lendir í slysi vegna vinnu sinnar á rétt á bótum í líkingu við bætur umferðaslysa, þ.e. hvort heldur sem slysið verði rakið til mistaka eða vanrækslu.

Greiddar eru bætur vegna:

  • Tímabundis tekjutjóns
  • Þjáningarbætur
  • Varanlegs miska
  • Varanlegrar örorku
  • Útlagður kostnaður vegna slyss

Skýringar á hugtökum

Tímabundið tekjutjón

… eru bætur frá slysdegi og þar til tjónþoli er orðinn vinnufær að nýju eða að sannarlega sé ekki líkur á frekari bata. Forfallalaun frá vinnuveitanda geta þó orðið til þess að tjónþoli verður ekki fyrir tekjutjóni.

Miskabætur

… eru bætur fyrir ófjárhagslegt tjón sem líkamstjónið veldur. Tjón sem þetta getur verið margs konar og er metið út frá læknisfræðilegu sjónarmiði með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.

Þjáningarbætur

… eru bætur fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna áverka vegna slyss. Þjáningarbótum er ætlað að bæta tímabundið ófjárhagslegt tjón frá slysdegi og þar til heilsufar er orðið stöðugt.

Varanleg örorka

…eru bætur fyrir framtíðartekjutap vegna varanlegrar skerðingar sem áverkar hafa í för með sér. Þessar bætur eru reiknaðar út frá aldri og tekjum tjónþola síðustu 3 ár fyrir slys.

Stöðugleikapunktur

… er sé tími þegar heilsufar tjónþola er orðið stöðugt.

Kannaðu þinn rétt til slysabóta

Hvert er næsta skref? Með því að kanna bótaréttinn hjá Tryggingarétti þá sjáum við um alla umsýslu gagna. Skoðaðu bótaréttinn og skýringar á hugtökum og hafðu svo samband. Við skoðum málið með þér.